Uppfærð mótaskrá ÍHÍ


Það sem af er vetri hefur hokkíleikjum og -mótum hefur verið frestað nokkrum sinnum af ýmsum ástæðum. Nú er búið að finna leikjum og mótum nýjar dagsetningar og hefur mótaskrá ÍHÍ verið uppfærð.

Í nóvember þurfti að fresta leikjum tvær helgar í röð vegna óveðurs. Tveir af þeim leikjum hafa þegar farið fram, en hinir tveir hafa verið settir á fimmtudaginn 31. janúar. Á dagskrá þann dag eru leikur Víkinga og Húna í mfl. karla og leikur Ásynja og Bjarnarins í mfl. kvenna.

Um nýliðna helgi áttu að fara fram tveir leikir á Akureyri, en þeim var frestað með stuttum fyrirvara. Leikur Víkinga og SR í mfl. karla hefur verið settur á fimmtudaginn 7. febrúar, en leikur Ásynja og SR í mfl. kvenna verður væntanlega í janúar.

Æfingabúðir kvennalandsliðsins hafa verið settar á í Skautahöllinni á Akureyri helgina 11.-13. janúar.

Viku fyrr, eða 4.-6. janúar verða æfingabúðir U20 landsliðsins syðra. Liðið tekur svo þátt í HM í Belgrad í Serbíu 12.-18. janúar.

Helgarmóti í 4. flokki sem átti að fara fram í Egilshöll nýlega en var frestað vegna óveðurs hefur verið fundinn nýr tími. Það verður dagana 8.-10. febrúar.

Á vef ÍHÍ má finna uppfærða mótaskrá.