Karfan er tóm.
Hafið í huga að þetta er allt enn á vinnslustigi, en Iveta og Audrey hafa báðar samþykkt að koma, auk Helgu. Allur afís verður nú í höllinni en ekki aðkeyptur út í bæ og því mun aksturinn verða ónauðsynlegur. Hins vegar þarf e.t.v. einhverja sjálfboðaliða til að aðstoða í hádeginu með matinn, a.m.k. einhverja daga!
Æfingabúðir LSA sumarið 2009
Dagana 4. ágúst til 28. ágúst 2009
Þjálfarar á ís:
Undirbúningstími á ís og af ís frá 4. ágúst til 9. ágúst: Helga Margrét Clarke og Audrey Freyja Clarke
Iveta Reitmayerova frá 10. - 28. ágúst (eftir að skóli byrjar verða æfingar seinna um daginn og möguleiki á fyrir skóla)
Þjálfarar afís:
Audrey Freyja Clarke, skautari, sjúkraþjálfaranemi
1 sameiginlegur afístími að morgni (þrek og þol)
1 sér tími fyrir hvern hóp eftir hádegi (sérhæfð tækni)
Fræðslufyrirlestrar:
Næring, svefn og íþróttamennska
Fyrirbygging íþróttameiðsla og meðhöndlun
Streitustjórnun í keppni - setja sér markmið
Nýja dómarakerfið - levels
Í boði verður:
• 2-3 x 45 mín. ístímar á dag og 2 afístímar (skipt í 3 hópa eftir getu og aldri, hverjum hóp er svo skipt í minni einingar inn á ísnum)
• Fræðslufyrirlestrar 1-2 x í viku
• Reynt verður að standa fyrir mat í hádeginu, a.m.k. að hluta til
Sumaræfingar:
Afísæfingar byrja í byrjun júní fyrir þá sem áhuga hafa og standa yfir þangað til æfingabúðir byrja. Fyrstu 2-3 vikurnar verða æfingar 3 x í viku en eftir það fram að æfingabúðum verða æfingar 5 x í viku. Það er mjög mikilvægt að þeir sem skráðir eru í æfingabúðirnar nýti sér þetta (ókeypis)
Skautanámskeið fyrir byrjendur: Stefnt er að því að hafa a.m.k. eitt byrjendanámskeið á tímabilinu - ef vel gengur tvö. Hugsanlega einnig boðið upp á fullorðinsnámskeið!
Skautanámskeið: fyrir styttra komna (1. og 2. hópur) og byrjendur, skipt í hópa eftir getu. Verður 3 x í viku í 2 vikur. Nánar auglýst síðar.
Kostnaður hámark 45.000 kr. fyrir allt tímabilið. Ef skráning er góð þá lækkar gjaldið!