Upplýsingar vegna búninga iðkenda yngri flokka

Þá fer að styttast í árlegu jólahátíðina okkar :)

Að þessu sinni samanstendur hátíðin af 2 sýningum, sýningu yngri iðkenda, Hnotubrjótnum og sýningu eldri iðkenda,Töfraheim jólanna. Hátíðin verður haldin sunnudaginn 20. desember kl. 17:30. Iðkendur hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum að undirbúningi sýninganna allt frá þeim yngstu upp í þá elstu. Búningaupplýsingar undir lesa meira.

 

 

D1 – grænn: Nammiálfar = mjög litrík föt, 1-2 snúða í hárinu

D1 – rauður: Tindátar = hvítar leggings/sokkabuxur, svartir háir sokkar, rauður langermabolur

D1 – gulur: Svanir = hvít föt, hnútur/snúður í hári

D2 - Snjókorn = hvít föt, fá búninga hjá okkur

C3 - Jólapakkar = litrík föt, s.s. skautakjólar, skautasamfestingar, glimmerbolir og annað, setja stóra slaufu í hár, krullað pakkaband, slaufu utan um mitti o.s.frv.

C4 - Dúkkur = Skautakjólar, hárið í tíkó með stórum slaufum. Fá andlitsmálningu á staðnum (láta vita ef erum með ofnæmi)