Útiskautaæfing í Hrísey

Það verður farið í fyrramálið 19. kl.8,55 frá skautahöllinni

Hríseyjarferð

Fyrirhuguð er útiskautaæfing til tilbreytingar í formi skautaferðar út í Hrísey með 5., 6. og 7. flokk.  Stefnt er að því að fara næsta sunnudag þegar veður leyfir og verður því fyrirvarinn e.t.v. stuttur.  Foreldrar og systkini eru að sjálfsögðu VELKOMIN í ferðina, en ekki er hægt að taka systkin með nema í fylgd foreldris. Við stefnum á næsta sunnudag 19. febrúar. ef veður verður skaplegt, en annars á næsta sunnudag sem á eftir kemur með góðu veðri.

Auðvitað tökum við með okkur skautana, kylfuna og hjálminn og olnboga- og hnjáhlífar er líka skynamlegt að nota. Hlýr fatnaður er auðvitað nauðsynlegur og allir eiga að koma með sitt nesti, eitthvað hollt og saðsamt en ekki sætabrauð og nammi. Við fáum að borða nestið okkar inni í hádeginu og Aðalsteinn Bergdal ætlar að ferja okkur að og frá svellinu með traktor og vagni að hríseyinga sið.  Það verður boðið upp á kakó á staðnum, en ef einhver vill eitthvað annað að drekka þá verður sá að koma með það með sér (ekki gos).

Krakkarnir sem eru að æfa fá allir 300 kr. til að kaupa sér eitthvað í sjoppunni út í eyju, en foreldrar þurfa að sjá systkinum fyrir pening til að þau geti keypt sér eitthvað líka ;o).

Gaman væri að fjölskyldan skellti sér saman og við ættum öll skemmtilegan dag út í Hrísey.

Brottför ferjunnar frá Árskógsandi er kl. 9:30

Brottför heim er kl. 15:00

Mæting verður inn á skautasvelli 8:45 og brottför þaðan 08:57 (EKKI seinna).

Endilega látið vita SEM ALLRA FYRST hvort þið hafið áhuga og hversu margir ætla með.  ATH!  Farið er á einkabílum og því nauðsynlegt að láta vita hvort börnin ætli með, séu ein á ferð eða ekki til að hægt sé að sjá öllum fyrir fari.

Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára í ferjuna og 700 kr. fyrir fullorðna.

Hlökkum til að sjá sem flesta!!

Látið vita á eftirfarandi e-mail; eða hringið ef þið hafið ekki tölvupóst í;

660-4888 reynir@sasport.is  og/eða 660-4886 solveighulda@plusnet.is

Fylgist svo með hér á sasport.is til að fá nánari fréttir þegar dregur!