Við lokum á sunnudag kæru félagsmenn

Skautahöllinn lokar á sunnudag en það verður jafnframt síðasta dagurinn þar sem skautað verður í Skautahöllinni á þessu tímabili en slökkt verður á frystivélunum sunnudagskvöld. Framkvæmdirnar hefjast strax á mánudag en þá verður talsvert rót í höllinni svo allir þeir sem eiga dót í höllinni eru vinsamlegast beðnir um að fara með það úr húsi í síðasta lagi á sunnudag.

Deildir félagsins eiga allar talsvert af dóti í höllinni og því þarf að koma í öruggt skjól en það má ekkert vera í höllinni nema bakvið luktar dyr þar sem sótmengun gæti orðið í framkvæmdunum. Þetta eru mörg handtök og allir þeir sem vilja leggja hönd á plóg geta komið niður í skautahöll á sunnudag eftir kl 16 og hjálpað til við að rýma hússið en starfsmenn hússins munu útdeilda verkefnum.

Deildirnar munu allar halda starfsemi áfram þrátt fyrir ísleysið í skautahöllinni en skipulagning er við það að klárast og fréttir þess efnis munu birtast hér fljótlega.