Karfan er tóm.
Víkingar sigruðu Björninn, 6-3, í dag og náðu tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Þeir eiga tvo leiki eftir, en Björninn einn.
Það voru reyndar gestirnir sem skoruðu fyrsta markið eftir sex mínútna leik, en Jóhann Már Leifsson jafnaði þremur mínútum síðar. Jón Gíslason bætti svo við öðru markinu á sextándu mínútu og Jóhann Már skoraði sitt annað mark aðeins hálfri mínútu síðar.
Víkingar héldu áfram að raða inn mörkunum í öðrum leikhluta. Sigurður Reynisson skoraði fjórða mark liðsins, þá Jón Gíslason sitt annað mark og Ben DiMarco sjötta mark Víkinga fyrir miðjan annan leikhluta. Leikurinn aðeins hálfnaður og munurinn orðinn fimm mörk. En þá breytti atvikalýsingin um lit, úr bláu í rautt. Frá miðjum öðrum leikhluta og þar til þrjár mínútur voru eftir af leiknum skoraði hvorugt liðið en á þessum kafla leiksins fengu liðin samtals 11 sinnum tveggja mínútna refsingu.
Tveimur fleiri minnkuðu Bjarnarmenn muninn í 6-2 þegar þrjár mínútur voru eftir og innan við hálfri mínútu síðar skoruðu þeir þriðja markið. En fleiri urðu mörkin ekki og Víkingar sigruðu því 6-3 (3-1, 3-0, 0-2).
Eftir leikinn eru Víkingar nú aftur á toppnum með 37 stig, en Björninn er með 35. Víkingar eiga tvo leiki eftir, en Björninn einn. Það má því orða það þannig að Víkingar hafi skrifið meira en hænuskref í áttina að deildarmeistaratitlinum, en framundan eru tveir útileikir. Víkingar mega ekki tapa þeim báðum.
Lokaleikir Víkinga í deildinni: *
Egilshöll, laugardagur 8. mars kl. 17.30: Björninn - Víkingar
Laugardalur, þriðjudaginn 11. mars kl. 19.30: SR - Víkingar
Mörk/stoðsendingar
Víkingar
Jóhann Már Leifsson 2/0
Jón B. Gíslason 2/0
Sigurður Reynisson 1/1
Ben DiMarco 1/1
Stefán Hrafnsson 0/2
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Hafþór Andri Sigrúnarson 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Refsimínútur: 18
Varin skot: 30
Björninn
Lars Foder 1/1
Thomas Nielsen 2/1
Andri Helgason 0/1
Hjörtur Björnsson 0/1
Refsimínútur: 10
Varin skot: 28