Karfan er tóm.
Víkingar mættu Fálkum í Skautahöllinni í Laugardal á laugardaginn og fóru með sigur af hólmi.
Það voru reyndar Fálkar sem leiddu eftir fyrsta leikhluta með marki Arnþórs Bjarnasonar. Víkingar jöfnuðu og komust yfir með mörkum frá Sigurði Árnasyni og Orra Blöndal. Andri Freyr Sverrisson og Ingvar Þór Jónsson bættu svo við tveimur mörkum í þriðja leikhluta og úrslitin 1-4 Víkingum í vil.
Leikskýrslan
Staðan í deildinni
Mörk/Stoðsendingar
SR Fálkar
Arnþór Bjarnason 1/0
Miroslav Racahsky 0/1
Steinar Páll Veigarsson 0/1
Refsimínútur: 8
Varin skot: 31
Víkingar
Orri Blöndal 1/0
Sigurður Árnason 1/0
Andri Freyr Sverrisson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 1/0
Jóhann Már Leifsson 0/2
Sigurður Reynisson 0/1
Refsimínútur: 12
Varin skot: 25
Víkinar hafa leikið tvo leiki og eru með fjögur stig. Næsti leikur Víkinga er gegn SR Fálkum í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 28. september kl. 17.30.
Næsti leikur Jötna er gegn Húnum í Egilshöllinni laugardaginn 21. september kl. 16.30. Strax að loknum þeim leik mætir lið SA liði Bjarnarins í mfl. kvenna og verður spennandi að sjá hvernig sá leikur þróast eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið á Íslandsmótinu í kvennaflokki.