Víkingar og Ásynjur með sigra syðra (uppfærð með markaskorurum Ásynja)

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (07.01.2012)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (07.01.2012)

Víkingar sóttu þrjú stig í Egilshöllina í kvöld með 4-7 sigri á Húnum. Lars Foder skoraði þrjú mörk. Ásynjur unnu öruggan 17 marka sigur á SR.

Við höfum ekki nákvæmar fréttir af markaskorurum í leik SR og Ásynja þar sem ekki var bein atvikalýsing á vef ÍHÍ frá leiknum. Við höfum þó fengið upplýsingar um markaskorara - stelpurnar notuðu tækifærið í hádegishléinu í landsliðsæfingabúðunum til að upplýsa fréttaritara (og leiðrétta).

Ásynjur skoruðu þrjú mörk í fyrsta leikhluta, sjö í öðrum og sjö í þriðja leikhluta. Sólveig Gærdbo Smáradóttir skoraði 4 mörk, Thelma María Guðmundsdóttir 3, Arndís Eggerz Sigurðardóttir og Guðrún Marín Viðarsdóttir 2 mörk hvor og þær Eva María Karvelsdóttir, Védis Valdemarsdóttir, Margrét Róbertsdóttir, Linda Brá Sveinsdóttir, Birna Baldurstóttir og Sarah Smiley eitt mark hver. Nánari upplýsingar um leikinn verða birtar þegar þær berast.

Víkingar með frumkvæðið frá byrjun
Víkingar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins áður en Húnar minnkuðu muninn í 1-3 í fyrsta leikhlutanum og svo 2-3 í öðrum leikhluta. Víkingar komust í 2-4 og aftur minnkuðu Húnar muninn í eitt mark, staðan 3-4 að loknum öðrum leikhluta. Það voru svo Víkingar sem höfðu yfirhöndina í þriðja leikhlutanum, juku forystuna í þrjú mörk, Húnar minnkuðu muninn aftur í tvö mörk en Víkingar áttu lokaorðið og lokatölurnar 4-7.

Tveir úr Húnum, Daniel Kolar og David MacIsaac, og einn Víkingur, Hermann Sigtryggsson, fengu 10 mínútna refsingu fyrir "misconduct" og undir lok leiksins fékk David MacIsaac síðan "Match Penalty" eða 25 mínútna refsingu.

Húnar - mörk/stoðsendingar
David MacIsaac 1/1
Brynjar Bergmann 1/0
Daniel Kolar 1/0
Óskar Einarsson 0/1
Steindór Ingason 0/1
Gunnlaugur Guðmundsson 0/1
Úlfar Andrésson 0/1
Refsingar: 73 mínútur (2x10 og 1x25)

Víkingar - mörk/stoðsendingar
Lars Foder 3/0
Jóhann Már Leifsson 1/1
Andri Freyr Sverrisson 1/1
Andri Már Mikaelsson 1/1
Zdenek Prochaska 0/2
Sigurður S. Sigurðsson 0/2
Guðmundur Guðmundsson 1/0
Sigurður Reynisson 0/1
Hilmar Leifsson 0/1
Refsingar: 18 mínútur

Bein avtikalýsing frá leiknum í Egilshöll (af vef ÍHÍ).