Karfan er tóm.
Í kvöld mættust heimaliðin Víkingar og Jötnar í Skautahöllinni á Akureyri. Eftir að hafa tapað síðasta leik voru það Víkingar sem unnu að þessu sinni 12 – 2 sigur. Víkingarnir voru brenndir eftir tapið síðast og mættu einbeittari til leiks að þessu sinni. Veigar Árnason, ungur markmaður sem er að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki, hóf leikinn fyrir Jötna og fékk á sig nokkur mörk strax í upphafi leiks áður en honum var skipt út fyrir Einar Eyland. Þeir stóðu sig báðir engu að síður vel en á tímabili rigndi yfir þá skotum.
Loturnar fóru 6 – 0, 3 – 0 og 3 – 2, en Jötnarnir sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á leikinn. Sem fyrr var töluverður hiti í mannskapnum og lítið fór fyrir jólaandanum þrátt fyrir að um innanfélags leik væri að ræða. Þónokkuð var umbrottvísanir og tveir leikmenn voru sendir í sturtu, einn úr hvoru liði. Víkingamegin var það Andri Mikaelsson en Jötnamegin var það gamli jaxlinn Geir Borgar Geirsson.
Mörk/stoðsendingar Víkinga:
Sigurður S. Sigurðsson 4/1
Andri Freyr Sverrisson 2/2
Josh Gribben 2/2
Jóhann Már Leifsson 1/2
Orri Blöndal 1/2
Andri Már Mikaelsson 1/1
Steinar Grettisson 1/1
Gunnar D. Sigurðsson 0/1
Sigmundur Sveinsson 0/1
Mörk/stoðsendingar Jötna:
Jón B. Gíslason 1/1
Stefán Hrafnsson 1/1