Vormót Hokkídeildar - Deild II

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (2013)


Í apríl og maí verður spilað Vormót í íshokkí í tveimur deildum. Hér eru upplýsingar um Deild II.

Vormót Deild II
Þátttakendum hefur verið skipt í fjögur lið, Tígrarnir, Gráu úlfarnir, Grænu drekarnir og Bláu höfrungarnir. Deildakeppnin fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16.40-18.30 og eina helgi í maí - sjá leikjadagskrá og liðsskipan hér (pdf-skjal).

Mæting er 40 mínútum fyrir leik, leikirnir eru 3x15 mínútur og spila allir einn leik á hverjum leikdegi. Leikið er á öllu svellinu.

Leikdagar eru 22. og 24. apríl,  6., 8., 10. og 11. maí, og síðan undanúrslit og úrslitaleikir 13. og 15. maí.

Frjáls mæting er á tækniæfingar sem verða sunnudaginn 4. maí kl 12:35-13:40 og þriðjudagana 6. og 13. maí kl. 15:30-16:25.

Þátttökugjaldið er 4.000 krónur (500 króna systkinaafsláttur), greiðist í fyrsta tíma. Mikilvægt er að leikmenn mæti í alla sína leiki. Ef forföll verða þurfa leikmenn að finna aðra í sinn stað eða láta Jón vita tímanlega ef það tekst ekki - sms í 616-7412 eða tölvupóst á jongislason14@hotmail.com