Karfan er tóm.
Jón Rögnvalds hélt toppsætinu, en Kiddi Þorkels er aðeins stigi á eftir honum. Fjórar umferðir eftir.
Í gærkvöldi fóru fram 8. og 9. umferð Vormóts Krulludeildar. Tólf mættu til leiks og var meðal annars ánægjulegt að sjá einn nýliða sem var að undirbúa sig fyrir Ice Cup og svo er hinn kanadíski Tom McPerson aftur mættur í bæinn og kominn á svellið.
Svellið hefur boðið upp á undarlegar útkomur og stór skor að undanförnu og leikirnir í gær voru engin undantekning. Það fengu því sumir núll út úr öðrum leiknum, sumir yfir 20 stig.
Staða efstu manna:
1. Jón Grétar Rögnvaldsson, 120 stig.
2. Kristján Þorkelsson, 119 stig.
3. Haraldur Ingólfsson, 108 stig.
Öll úrslit og stöðu má sjá í excel-skjali hér.
Jón Ingi mætti með spúsu sína á svellið í gær - hún var að æfa sig fyrir ævintýri með Íslenska draumnum á Ice Cup í næsta mánuði. Það er samt ekki hún sem þarna rennir steininum...