Vormót Krulludeildar: Kiddi með fullt hús


Þriðja og fjórða umferð Vormótsins voru spilaðar í gær. Kristján Þorkelsson er á toppnum, hefur unnið alla leiki sína til þessa.

Alls mættu 16 leikmenn til keppni í gærkvöldi og var brugðið á það ráð að breyta örlítið reglunum í þetta skipti og spilað í fjögurra manna liðum í stað þriggja. 

Eftir fjórar umferðir er Kristján Þorkelsson efstur með 72 stig, næstur er Sigfús Sigfússon með 57 og Jón Ingi Sigurðsson er þriðji með 55 stig. Enn er nóg af stigum eftir í pottinum því alls eru þetta 12 umferðir ef við náum að spila öll kvöldin sem við höfum í apríl og þegar upp er staðið eru það átta bestu sem gilda hjá hverjum keppanda. Verstu töpin eiga því væntanlega eftir að þurrkast út hjá einhverjum og laga stöðuna aðeins.

Fimmta og sjötta umferð verða spilaðar mánudagskvöldið 16. apríl á hefðbundnum krullutíma.

Öll úrslit, stigatölur og relgur má finna í excel-skjali hér.