Karfan er tóm.
Ynjur voru með undirtökin í leiknum frá upphafi til enda og unnu nokkuð auðveldan 9 - 2 sigur. Mikill styrkleikamunur er á akureysku liðunum og þeim sunnlensku en allar viðureignir á milli landshluta ljúka með stórsigri þeirra norðlensku.
Loturnar í gær fóru 4 - 1, 2 - 1 og 3 - 0. Atkvæðamest í markaskorun hjá Ynjum var Diljá Sif með 4 mörk en Birna Baldurs var með 4 stoðsendingar og Hrund Thorlacius með 1 mark og 3 stoð.
Hjá Birninum skoruðu Hanna Rut og Ingibjörg, en sú fyrrnefnda var að spila sinn fyrsta leik í vetur eftir meiðsli.