Akureyrarmótið: Víkingar með eins stigs forystu

Víkingar komust í efsta sæti Akureyrarmótsins þrátt fyrir jafntefli í kvöld, hafa nú 9 stig en fjögur lið koma fast á hæla Víkinga með 8 stig.

Norðan 12 var í efsta sætinu fyrir umferðina í kvöld en liðið mátti sætta sig við tap gegn Bragðarefum þrátt fyrir að hafa komist 3-0 yfir í byrjun leiks. Liðin í öðru og þriðja sæti, Víkingar og Skytturnar, áttust við og höfðu Víkingar þriggja steina forystu fyrir lokaumferðina en Skyttunum tókst að jafna. Þar með eru Víkingar orðnir einir á toppnum með 9 stig. Fjögur lið eru nú með 8 stig og eru Kústarnir þar fremstir eftir sigur á Mammútum í kvöld. Norðan 12 féll í þriðja sætið en þar á eftir koma Garpar og Fífurnar einnig með 8 stig.

Úrslit leikjanna í 7. umferðinni í kvöld: 

Kústarnir - Mammútar   9-5
Svarta gengið - Garpar   3-4
Víkingar - Skytturnar   6-6
Fífurnar - Riddarar   7-2
Bragðarefir - Norðan 12   5-4

Staðan í mótinu eftir sex umferðir:

1. Víkingar   9 stig
2. Kústarnir  8 stig
3. Norðan 12  8 stig
4. Garpar  8 stig
5. Fífurnar  8 stig
6. Skytturnar  7 stig
7. Bragðarefir  6 stig
8. Svarta gengið  6 stig
9. Mammútar  6 stig
10. Riddarar  4 stig

Áttunda og næstsíðasta umferðin fer fram miðvikudagskvöldið 9. janúar en þá leika: 

Braut 2: Fífurnar - Bragðarefir
Braut 3: Norðan 12 - Kústarnir
Braut 4: Mammútar - Svarta gengið
Braut 5: Garpar - Víkingar
Braut 6: Riddarar - Skytturnar
 

Leikjadagskrá og úrslit í excel-skjali hér...