Bikarmótið 2007: Fífurnar í fyrsta sinn í úrslit

Fífurnar og Skytturnar mætast í úrslitaleik Bikarmótsins á miðvikudagskvöld.

Undanúrslitaleikir Bikarmótsins fóru fram í gærkvöld. Fífurnar sigruðu nýbakaða Akureyrarmeistara, Víkinga, 8-7. Þar réðust úrslit á síðasta steini í lokaumferð leiksins. Víkingar komust yfir í upphafi leiks en Fífurnar svöruðu með því að skora 6 stig í annarri umferðinni. Víkingar unnu það forskot þó upp og komust í 7-6 fyrir lokaumferðina. Fífurnar þurftu því tvö stig í lokaumferðinni til að sigra og það tókst þeim að tryggja sér með síðasta steini leiksins. 

Skytturnar lögðu Riddara 7-5. Riddarar komust þremur stigum yfir í fyrstu umferðinni en Skytturnar svöruðu með því að sigra í þremur næstu umferðum. Riddarar minnkuðu muninn í eitt stig fyrir lokaumferðina en Skytturnar hleyptu þeim ekki nær, unnu lokaumferðina og þar með leikinn, 7-5.

Það verða því Fífurnar og Skytturnar sem mætast í úrslitaleik Bikarmótsins miðvikudagskvöldið 30. janúar. Þetta er í fyrsta sinn sem Fífurnar leika til úrslita í Bikarmótinu en Skytturnar léku til úrslita 2005.

Excel-skjal með öllum úrslitum.