Bikarmótið: Norðan 12 og Skytturnar áfram

Framlengt í öðrum leik kvöldsins. Fyrstu umferðinni lýkur mánudagskvöldið 21. janúar með þremur leikjum.

Fyrsta umferð Bikarmótsins hófst í kvöld með tveimur leikjum. Norðan 12 og Skytturnar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Leika þurfti aukaumferð í leik Norðan 12 gegn Kústunum en þrátt fyrir að Norðan 12 skoraði 5 stig í fyrstu umferðinni náðu Kústarnir að jafna, 7-7. Það dugði þeim þó ekki því Norðan 12 náði stigi í aukaumferðinni og tryggði sér 8-7 sigur. Skytturnar lögðu Svarta gengið 8-5. Tapliðin í leikjum kvöldsins tóku síðan skotkeppni eftir leikina en úrslit skotkeppninnar verða ekki birt fyrr en við lok fyrstu umferðarinnar.

Fyrstu umferðinni lýkur með þremur leikjum mánudagskvöldið 21. janúar en þá leika Bragðarefir gegn Fálkum, Riddarar gegn Fífunum og Garpar gegn Víkingum. Eftir þessa leiki taka taplið leikjanna skotkeppni og þá kemur endanlega í ljós hvaða þrjú taplið fara áfram í átta liða úrslitin. Að því loknu verður dregið hvaða lið leika þá saman.

Bikarmótið - excel-skjal hér.