Bikarmótið: Tveir leikir í kvöld

Bikarmót Krulludeildar hefst í kvöld með tveimur leikjum. Leikið er með útsláttarfyrirkomulagi.

Sigurliðin komast áfram í átta liða úrslit ásamt þeim þremur tapliðum sem ná bestum árangri í skotkeppni. Gerðar verða breytingar á reglum skotkeppninnar til samræmis við reglur Alþjóða krullusambandsins. Ef steinn snertir ekki hring telst fjarlægð hans vera 185,42 sentímetrar (6 fet og 1 tomma). Ef aðeins þrír leikmenn geta tekið skotkeppnina fær fjórði steinninn meðaltalsgildi steina þeirra þriggja leikmanna sem taka þátt. Tapliðin taka skotkeppni á sinni braut straxt eftir leik.

Leikið er til þrautar þannig að ef jafnt er að loknum sex umferðum í leikjunum er leikin aukaumferð (eða umferðir ef þarf).

Leikir kvöldsins:
Braut 2:
Norðan 12 - Kústarnir
Braut 3:
Svarta gengið - Skytturnar

Leikjadagskrána má finna í excel-skjali hér.