Lokaumferð Marjomótsins á mánudagskvöld.
05.04.2009
Það er ljóst að annað hvort Garpar eða Mammútar munu sigra í Marjomótinu sem lýkur á mánudagskvöld. Staðan er þannig að Garpar og Mammútar eru jafnir að stigum með 32 stig og öruggt að annað lið getur ekki náð því liði sem nær 6 stigum eða meira úr þeim leik. Fái bæði liðin 6 stig enda þau með 38 stig og þarf þá að fara fram skotkeppni allra leikmanna í liðunum til að fá fram úrslit. Svartgengið og Víkingar sem leika saman eru bæði með 24 stig sem þýðir að til að ná annað hvort Görpum eða Mammútum þarf annað liðið minnst 8 stig til að ná 32 stigum eins og Garpar og Mammútar hafa fyrir síðustu umferðina að því tilskyldu að annað þeirra liða fái ekkert stig í lokaleiknum. Vinni annað liðið t.d. 10 stig endar það með 34 stig sem gæti nægt til að lenda í öðru sæti mótsins. Fái bæði Svartagengi og Víkingar 6 stig úr leiknum geta Skyttur komist upp að hlið þeirra með því að ná 12 stigum úr sinni viðureign gegn Fífumm, en Skyttur eru með 18 stig og færu þá í 30 stig. Það eru ótal möguleikar í stöðunni með sæti 2. og 3. eins og sést á upptalningunni hér að ofan. Eins og fram kemur í fréttinni þá þurfa lið sem eru jöfn að stigum í verðlaunasæti að fara í skotkeppni þar sem allir liðsmenn taka skot að miðju til að fá úrslit um röð liðanna. Staðan í mótinu HÉR.