Marjomótið í krullu: H2 og Víkingar leika til úrslita

Lokaumferðin í riðlakeppni mótsins fór fram í gærkvöld. H2 sigraði í A-riðli, Víkingar í B-riðli. Úrslitaleikir mánudagskvöldið 21. apríl.

Í A-riðlinum var það H2 sem sigraði ÓKEI í lokaumferðinni í baráttu þessara liða um efsta sæti riðilsins í jöfnum og spennandi leik. H2 fer því í úrslitaleikinn en ÓKEI leikur um bronsið. SJÓN náði þriðja sæti riðilsins með naumum sigri á ACE. Lokastaðan í A-riðli varð því sú að H2 fékk 6 stig, ÓKEI 4 stig, SJÓN 2 stig en ACE er án stiga.

Í B-riðlinum höfðu Víkingar þegar tryggt sér sigur og áttu náðugan dag í lokaumferðinni því vegna forfalla þurftu andstæðingarnir, Double Trouble, að gefa leikinn. Í baráttunni um annað sæti riðilsins höfðu Bræður betur gegn Vorboðunum. Lokastaðan í A-riðli varð því þannig að Víkingar náðu 6 stigum, Bræður fengu 4 stig, Vorboðarnir 2 stig en Double Trouble er án stiga.

Úrslit leikjanna:

H2 - ÓKEI  7-5
SJÓN - ACE  7-6
Bræður - Vorðboðarnir  11-5

Úrslitaleikirnir fara fram mánudagskvöldið 21. apríl:

Braut 2: H2 – Víkingar (um 1.-2. sæti)
Braut 3: ÓKEI – Bræður (um 3.-4. sæti)
Braut 4: SJÓN – Vorboðarnir (um 5.-6. sæti)
Braut 5: ACE – Double Trouble (um 7.-8. sæti)

Öll úrslit í excel-skjali hér.