Karfan er tóm.
Nú í vikunni var til dæmis skemmtileg frásögn og bútar af sjónvarpsútsendingu frá 1988 þegar hin þýska Andrea Schöepp varð heimsmeistari sama veturinn og hún og lið hennar urðu Evrópumeistarar - alveg eins og á síðastliðinni leiktíð en þá voru tvær úr liðinu frá 1988 enn í þýska liðinu, þær Andrea Schöepp og Monika Wagner.
Úrslitaleikurinn 1988 var á milli Þýskalands og Kanada og hafði fyrirliði kanadíska liðsins eftirnafnið "Houston". Þær þýsku komust í 7-0 og rétt áður en leikurinn endaði með 9-3 sigri þeirra þýsku sagði annar þulurinn um kanadíska liðið: "Houston, she's got a problem!" Annar frasi, sem liðsfélagi Jens vakti athygli fréttaritara á nú í vikunni eftir slakan leik Mammúta, var þegar kanadíski þulurinn sagði um fyrirliða kanadíska liðsins að líklega myndi hún fara upp á hótelherbergi eftir leikinn, ætla að kasta sér í rúmið en ekki hitta! Meira um úrslitaleikinn 1988 og fleira skemmtilegt á skipcottagecurling.blogspot.com.