Karfan er tóm.
Laugardaginn 19 sept. mun meistaraflokkur S.A. fá Björninn í heimsókn. Leikurinn hefst stundvíslega kl 17:30..
VS
Lið S.A. hefur breyst smávegis frá síðasta vetur. Andri Már fór til svíþjóðar í nám og spila með Mörrum. Sindri Már lagði skautana á hilluna og Kópur Guðjónsson fór heim til bjarnarins, þannig að hann mætir sýnum gömlu félögum frá síðasta vetri....engin pressa Kópur. ;) S.A. menn réðu til sín nýjan Þjálfara fyrir tímabilið 2009-2010. Og var það fyrir valinu Joshua John Gribben en flestir þekkja hann sem josh því hann spilaði með S.A. síðasta vetur. Josh mun verða spilandi þjálfari en honum til halds og trausts á bekknum verður fyrirliðinn Jón Benedikt Gíslason #14. Jón meiddist á síðustu leiktíð og í sumar tóku upp meiðslin sig á ný og ljóst er að þessi sterki leikmaður S.A. verður ekki með liðinu fyrir en um áramót. En þrátt fyrir leikmannamissi og meiðsli eru S.A. menn bjartsýnir á veturinn, liðið verður skipað reynsluboltum í bland við unga og sterka leikmenn sem eru að koma upp. S.A. menn hafa verið að æfa stíft og geta varla beðið eftir leiknum til sýna hvað koma skal í vetur. Lið Bjarnarins er skipað ungum og frískum leikmönnum sem hafa verið að æfa einsog skepnur í allt sumar undir svipu þjálfarans Sergei Zak. Leikir þessara tveggja liða hafa verið býsna hraðir og skemmtilegir , þannig að búast má við hörkuleik frá upphafi til enda. Einsog fyrr sagði hefst leikurinn kl 17:30 og fjölmennum nú á leikinn!!! Dómari leiksins verður Michal Kobezda og línuverðir Dúi Ólafsson og Leonard Jóhannsson.
ÁFRAM S.A.!!!!