Aðalfundur LSA 2008

Hér má sjá fundagerð aðalfundar stjórnar Listhlaupadeildar SA

Aðalfundur 5. maí 2008 

14 foreldrar mættt kl. 20:15. Dagskrá samkvæmt auglýsingu. 

  1. Formaður bíður viðstadda velkomna.
  2. Hilda Jana kosin fundarstjóri, Wolfgang Sahr fundarritari
  3. Formaður flytur skýrslu stjórnar yfir starf deildarinnar fyrir starfsárið 2007-2008

       - sjá yfirlit -.

  1. Fundurinn samþykkir skýrslur stjórnar.
  2. Gjaldkeri leggur fram reikninga fyrir árið 2007 – sjá skýrslu frá GKE endurskoðun. Næsta vetur verður stefnt að því að láta allan kostnað verið innifalinn í iðkendagjöldum sem þ.a.l. koma til með að hækka.
  3. Fundurinn samþykkir skýrslu gjaldkera.
  4. Stjórnin leyst undan störfum. Wolfgang Sahr gefur ekki kost á sér áfram.

    Kosning nýrra stjórnar – til áframhaldandi stjórnarsetu bjóða sig fram: Hilda Jana, Kristín Þöll, Hulda Gestsdóttir, Allý Halla og Anna Guðrún. Nýjir frambjóðendur: Jóhanna Sigmardsdóttir og Hólmfríður Jóhannsdóttir.

    Hilda Jana gefur kost á sér til formannsembættis - samþykkt með lófaklappi. Fundurinn gefur nýrri stjórn leyfi til að skipta með sér verkum.

  1. Önnur mál:
    • Rætt um nauðsyn þess að fólk bjóði sig fram til setu í ÍSS
    • Rætt um basic test. Stjórnin hvött til að skrifa bréf og athuga í hverju kostnaðurinn er raunverulega fólginn sem iðkendur greiða 5000.- fyrir.
    • Bent á að ekki sé réttlátanlegt að taka basic test í tengslum við æfingabúðir þegar iðkendur eru útkeyrðir
    • Ábending vegna æfingabúða í sumar: skoða samstarf við hokkydeildina
    • Fyrirspurn vegna orðalags í formannaskýrslu um nauðsyn bættra samskipta við foreldrafélag, aðalstjónr og ÍSS. HJ bendir á að samskipti hafa þegar batnað mikið.
    • Stjórninni þökkuð störfin
  2. Fundi slitið og boðið í kaffi.