Karfan er tóm.
Þjálfari liðsins er Josh Gribben og nú um helgina fóru fram æfingabúðir liðsins hér á Akureyri. Þetta er í annað skiptið í vetur liðið kemur saman því snemma í september komu öll landsliðin saman til æfinga í Reykjavík. Æfingarnar um helgina var fyrsta æfingin sem var aðeins fyrir U20 ára liðið en endanlegur hópur verður valinn á næstunni.
Auk æfinganna átti liðið einnig æfingaleik við Víkinga á laugardagskvöldið og þrátt fyrir að hafa átti í vök að verjast, sérstaklega í upphafi leiks, sýndi liðið gott spil og tókst á stundum að leika vörn Víkinga grátt og skoruðu m.a. 4 mörk.
Nokkra sterka leikmenn vantaði í hópinn um helgina, en m.a. eru Akureyringarnir þeir Jóhann Leifsson og Ingólfur Elíasson erlendis.
Liðinu bíður ærið verkefni í janúar, en það er að vinna deildina og komast aftur upp í 2. deild þar sem við viljum vera.