Af suðurferðum

Um síðustu helgi hittust Gulldrengir úr liðum SA SR og Bjarnarins og léku um Sveinsbikarinn.

Ungt lið Bjarnarins vann mótið með nokkrum yfirburðum. Í mótinu fengu stúlkurnar í landsliðinu tækifæri til að spila 3 æfingaleiki. Þær stóðu sig vel og bættu sig með hverjum leik. Síðasti leikurinn var á laugardagskvöldinu uppí Egilshöll og að honum loknum fóru allir sem vettlingi gátu valdið á Ruby Tuesd. og skemmtu sér konunglega. Morgunin eftir var tekin létt æfing í Egilshöll í boði gulldregja Bjarnarins. Mætti þar kjarninn úr old-boys liðunum 3 og tvær stelpur úr landsliðinu. Meðfylgjandi mynd er tekin að æfinu lokinni. Myndina tók Jói Norski leynivopn okkar á vinstri væng (a.k.a. Johan Holst)

 

Hressir