Áfram SA hokkí! (Úrslit innanfélagsmóts)

Innanfélagsmót 2015 (mynd: Ási)
Innanfélagsmót 2015 (mynd: Ási)
Þrátt fyrir leiðinlegt veður var mæting á laugardaginn nánast fullkomin þegar fram fór síðasta innanfélags mót haustsins í 4/5 flk. deild. Í bronsleiknum sigruðu Appelsínugulir Græna 7-3 og um gullið spiluðu Rauðir og Svartir sem endaði með 8-4 sigri Rauðra. 

Þetta var glæsilegt mót og í fyrsta skipti sem að haust- eða vetrarmót í 4/5 flk. deild hefur verið spiluð með fjórum liðum. Vetrarmót verður spilað 9-10. jan og 30-31 jan. en leikmönnum verður skipað í ný lið. 

Nokkrar einstaklingar náðu góðum árangri á þessu móti:

Besti sóknarmaður mótsins: Birkir Rafn Einirsson (skoraði 13 mörk í 4 leikjum)
Besti varnarmaður mótsins: Andri Þór Skúlason
Besti markmaður móstsins: Pétur Orri Guðnason

MVP (mikilvægasti leikmaður) 

Rauða liðsins: Róbert Máni Hafberg
Svarta liðsins: Ormur Karl Jónsson
Appelsínugula liðsins: Heiðar Gauti Jóhannsson
Græna liðsins: April Mjöll Orangan

Á sunnudaginn fór fram 6/7 flk deild með þremur skemmtilegum leikjum. Það prófuðu 2 krakkar í fyrsta skipti að fara í mark og öll börnin upplifðu smá jóla stemmingu og fengu sér heitt kakó og kleinur eftir að mótið var búið. Það eru orðnir það margir keppendur í þessari deild að við munum færa deildina í 4 liða mót eftir áramót. Vetrarmót verður spilað 9-10. jan og 30-31 jan. 
 
Hokkíkveðja,
Sarah Smiley :)