Karfan er tóm.
Akureyrarmót í listdansi á skautum verður haldið næsta sunnudag, milli klukkan 8:00 og 14:00. Þar keppa allir A,B og C keppendur, þ.e.a.s. í 3.4.5. og 6. hóp. Dregið verður í keppnisröð á miðvikudagskvöldið klukkan átta og eru keppendur hvattir til þess að mæta og taka þátt í útdrættinum. Þá er nauðsynlegt að borga keppnisgjöld fyrir næsta laugardag, og helst sem allra fyrst. Keppnisgjaldið er 1.500 kr. og á að leggja peninginn inn á reikning 0162-05-268545. Athugið að setja nafn iðkenda í athugasemt. Nauðsynlegt er að senda póst á sigridur@samskip.is ef iðkendur hafa ekki hug á því að taka þátt. Það einfaldar mjög mikið vinnu við mótið ef við vitum sem allra fyrst af því ef einhver ætlar ekki að taka þátt, þannig að endilega látið okkur vita sem allra fyrst.