Akureyrarmótið

Garpar og Víkingar í undanúrslit

Önnur umferð Akureyrarmótsins var leikin í kvöld. Garpar og Víkingar sigruðu í sínum leikjum og hafa því sigrað báða andstæðinga sína í tveimur fyrstu umferðunum og eru örugg í undanúrslit sama hvernig síðustu leikir þeirra fara. Í  A riðli sigruðu Víkingar Fífur 10 - 6  og Svartagengið sigraði Riddara 7 - 5 eftir að staðan var 5 - 1 fyrir Riddara eftir fjórar umferðir en Svartagengið skoraði fjóra í fimmtu og tvo í síðustu umferðinni.  Í B riðli sigruðu Garpar Bragðarefi 7 - 4 en Bragðarefir höfðu möguleika á að skora þrjá steina í síðustu umferð og vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Óvæntustu úrslitin urðu hjá Skyttum og nýliðunum í Ullevål en Ullevål gerði sér lítið fyrir og sigraði 6 - 2  en þeir sigruðu fjórar umferðir. Í síðustu umferðinni áttu Skyttur þrjá steina inni fyrir síðasta skot Andra og hefðu jafnað leikinn en Andri var alveg svellkaldur og setti sinn stein utan í annan og inn á miðju. Í A riðli er baráttan um annað sætið á milli Svartagengis og Fífa sem eigast við í næsta leik og í B riðli er baráttan um annað sætið á milli Bragðarefa og Ullevål og leika þau einnig saman á miðvikudag.  Hinir leikirnir eru í A riðli Víkingar  Riddarar  og í B riðli Skyttur og Garpar.  Stig og staða