Akureyrarmótið í krullu hefst 16. september

Garpar eru ríkjandi Akureyrarmeistarar.
Garpar eru ríkjandi Akureyrarmeistarar.


Ætlunin er að hefja keppnistímabilið í krullu með Akureyrarmótinu mánudagskvöldið 16. september. 
Fyrir fyrsta keppniskvöldið verður dregið um töfluröð og þá kemur í ljós hvaða lið mætast í fyrstu umferð.

Leikirnir verða með hefðbundnu sniði og eftir sömu reglum og spilað var eftir sl. vetur, en fjöldi liða mun ráða því hvort leikið verður allir við alla eða skipt í tvo riðla.

Skráning í Akureyrarmótið stendur til hádegis mánudaginn 16. september – hægt er að skrá sig á skráningarsíðu á netinu, með pósti í haring@simnet.is eða í síma 8242778.

Krullufólk sem vantar að komast í lið eða vantar samherja til að fullmanna liðið sitt er hvatt til að hafa samband við formann Krulludeildar í tíma þannig að hægt verði að ná saman sem flestum liðum og að allir sem vilja geti verið með í mótinu.

Þátttökugjald er 7.000 krónur á lið, leggist inn á reikning Krulludeildar, 0302-13-306209, kt. 620911-1000. Sendið staðfestingarpóst í netfangið davidvals@simnet.is þegar greitt er.