Akureyrarmótið: Mammútar og Víkingar í úrslitaleik

Það verða Mammútar og Víkingar sem leika til úrslita um titilinn Akureyrarmeistari í krullu 2011. Úrslitaleikjum frestað til 9. nóvember vegna þátttöku krullufólks í mótum erlendis. Garpar og Skytturnar leika um bronsið.

Í undanúrslitunum í kvöld unnu Víkingar Skytturnar og Mammútar unnu Garpa.

Undanúrslit:
Skytturnar - Víkingar  0-6
Garpar - Mammútar  4-7

Leikir um 5.-8. sæti
Fálkar - Fífurnar  1-7
Ís-lendingar - Svartagengið  3-7 

Öll úrslit í Akureyrarmótinu má sjá í excel-skjali hér.

Vegna þátttöku nokkurra úr okkar röðum í krullumótum erlendis verða úrslitaleikirnir ekki leiknir mánudaginn 31. október eins og áætlað hafði verið. Leikirnir fara fram miðvikudagskvöldið 9. nóvember. Liðin sem leika um 5.-8. sætið mega koma sér saman um að leika sína lokaleiki 31. október ef það hentar betur (Fífurnar - Svartagengið um 5. sæti, Fálkar - Ís-lendingar um 7. sæti). Hugsanlegt er þó að lokaumferð tvímenningsins verði leikin þá í stað miðvikudagsins 2. nóvember.

Miðvikudagskvöldið 26. október fer fram önnur umferð í tvímenningsmótinu.