Karfan er tóm.
Í gær var alþjóðlegur dagur sjálboðaliðins og af því tilefni hefur Mennta- og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki hvar vakin er athygli á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir því viðeigandi nafni - Alveg sjálfsagt!
Við í Skautafélaginu erum ótrúlega rík af sjálboðaliðum sem inna af hendi óeigingjarnt og ómetanlegt starf í þágu félagsins og án þeirra framlags og dugnaðar værum við ekki þar sem við erum í dag.