Árshátíð Skautafélags Akureyrar

Frá afmælis- og árshátíð 2012. Mynd: Ási
Frá afmælis- og árshátíð 2012. Mynd: Ási


Laugardagskvöldið 1. júní verður árshátíð Skautafélags Akureyrar haldin á Sportvitanum. Hátíðin er ætluð þeim sem fæddir eru árið 2000 eða fyrr og er tvískipt, yngri gestirnir verða með í borðhaldi, verðlaunaveitingum og annarri dagskrá til kl. 23.00, en 16 ára og eldri halda síðan áfram eftir það.

Verð: 3.900 krónur á mann, en 2.500 fyrir yngri en 16 ára. 
Staður: Sportvitinn, Strandgötu.
Veitingar: Dýrindis réttir að hætti Helga Gunnlaugs, gos, kaffi og konfekt með, aðra drykki sér fólk um sjálft, engin sala á staðnum. 
Tími: H
úsið verður opnað kl. 19, en borðhald hefst kl. 20.
Dagsrká: Matur, verðlaun og viðurkenningar, skemmtiatriði, dans.
Miðasala: Við innganginn, eingöngu tekið við peningum. 
Skráning: Á facebook: https://www.facebook.com/events/493103157405420/ - En ef þú ert ekki á Facebook geturðu sent póst í haring@simnet.is eða haft samband í síma 8242778. Lokadagur skráningar er miðvikudagurinn 29. maí.

Ætlast er til að gestir yngri en 16 ára verði í fylgd með foreldri, forráðamanni eða öðrum umsjónaraðila (t.d. liðsstjórar eða foreldrar sem taka að sér að sjá um nokkra saman). 

Skemmtinefndin (Helgi Gunnlaugs, Telma Eiðs, Gulla Goalie og DJ Zamboni) vinnur nú að undirbúningi dagskrár. Skemmtikraftar og skemmtiatriði eru vel þegin - hafið endilega samband ef þið hafið eitthvað sprenghlægilegt og/eða skemmtilegt fram að færa. Ert þú liðtæk(ur) á gítar og/eða með látúnsbarka?