Karfan er tóm.
Ásynjur höfðu betur gegn Birninum á laugardag í Egilshöll, lokatölur 5-2. Ásynjur höfðu þá þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna og fengu bikarinn afhentan eftir leikinn í Egilshöll. Ásynjur hafa því enn með ekki tapað leik á tímabilinu og fóru í gegnum tímabilið ósigraðar en þetta var þeirra síðasti leikur á tímabilinu og þær hafa því nægan tíma til þess að undirbúa sig fyrir úrslitaeinvígið.
Ásynjur byrjuðu leikinn vel og settu strax mikla pressu á mark Bjarnarins. Fyrsta markið skoraði Silvía Björgvinsdóttir fyrir Ásynjur eftir um 11 mínútna leik með baráttumarki eftir frákast. Hún var svo aftur á ferðinni 5 mínútum síðar einnig úr frákasti en þá sló hún pökkinn úr lausu lofti og í markið. Birna Baldursdóttir kom svo Ásynjum í 3-0 undir lok lotunnar með frábæru marki þar sem hún skautaði utan á varnarmenn Bjarnarins og hamraði pekkinum upp í markhornið. Bjarnarstúlkur voru þó ekki af baki dottnar því í byrjun annarrar lotu skoruðu þær tvö mörk í röð á 19 sekúndna kafla með mörkum frá Karen Þórisdóttur og Sif Sigurjónsdóttur. Þetta virtist slá Ásynjur nokkuð út af laginu og Björninn fékk ágætis tækifæri til þess að jafna leikinn en þá steig upp reynsluboltinn Kata Ryan og skoraði mark upp á sitt einsdæmi eftir að hafa skautað upp allann völlinn og skorað án nokkurar aðstoðar. Staðan 4-2 eftir aðra lotuna. Ásynjur stjórnuðu leiknum vel í þriðju lotu en Heiðrún í marki Ásynja kom í veg fyrir að Björninn kæmust nær en hún átti nokkrar lykilmarkvörslur á þessum kafla. Linda Brá Sveinsdóttir sló svo reiðarhöggið fyrir Ásynjur þegar hún vann lausann pökk framan við mark Bjarnarins og skoraði með skoti neðst í markhornið en markvörður Bjarnarins sá pökkinn illa.
Ásynjur voru að vonum himinlifandi að fá loksins afhentan deildarmeistaratitilinn og eru vel að honum komnar. Það skyggði þó aðeins á gleðina vegna slys þar sem Guðmunda Ýr datt illa á olnbogann og þurfti að fara á sjúkrahús til aðhlyninngar en góðu fréttirnar eru þær að í ljós kom að hún er ekki brotin og verður því líklega með í úrslitaeinvíginu sem hefst 24. Febrúar. Til hamingju með frábæran árangur Ásynjur.