Karfan er tóm.
Hrúga óskilamuna stækkar hratt. Hefur þú athugað hvort þú átt ef til vill verðmæti í hrúgunni? Við breiðum úr hrúgunni um helgina, en eftir áramótin verður farið með ósóttan fatnað í Rauða krossinn.
Meðal þess sem finna má í hrúgunni eru margir vettlingar og sokkar, húfur, peysur, úlpur og jafnvel skór og stígvél, svo eitthvað sé nefnt.
Óskilamunum verður stillt upp á borði í almenningsrými Skautahallarinnar um helgina, en það sem verður ósótt af fatnaði upp úr áramótunum fær nýtt hlutverk í gegnum Rauða krossinn.