Karfan er tóm.
Á laugardaginn fór fram keppni í öllum B flokkum, nema einum og áttum við stúlkur í efstu tveim sætunum í 8 og 10 B. Í 8 B sigraði Katrín Sól Þórhallsdóttir með 19,59 stigum og í öðru sæti var Kristbjörg Eva Magnadóttir með 18,09 stig. Í 10 B sigraði Kolfinna Ýr Birgisdóttir með 22,86 stig og í öðru sæti var Júlía Rós Viðarsdóttir með 19,98 stig. Í sjötta sæti var Telma Marý Arinbjarnardóttir með 15,53 stig, sem er persónulegt met. Í sjöunda sæti var Rakel Sara Kristinsdóttir með 14,64 stig og í ellefta sæti var Eva María Hjörleifsdóttir með 13,14 stig.
Stelpurnar í stúlknaflokki A og Unglingaflokki A skautuðu næst inn á ísnum með stuttaprógrammið. Marta María Jóhannsdóttir stóð efst í stúlknaflokki og Aldís Kara Bergsdóttir önnur. Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir lenti í smá örðugleikum með sitt prógramm og stóð hún fimmta að loknu stutta. Emilía Rós Ómarsdóttir stóð efst að loknu stutta prógramminu og náði hún með þeim árangri markmiðum sínum fyrir helgina sem var að skila viðmiðum fyrir landsliðið í stutta og er hún nú búin að ná viðmiðum bæði í stutta og frjálsa. Elísabet Ingibjörg stóð sjöunda.
Eftir hádegið hófst keppni í yngri A flokkunum. Fyrst inn á ísinn var Rebekka Rós Ómarsdóttir í 12 ára og yngri A. Hún sigraði með 37,07 stig. Þá var komið að Ísold Fönn Vilhjálmsdóttur í 10 ára og yngri A. Hún sigraði sinn flokk með 31,80 stig. Síðust í hópi yngri A var Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir í 8 ára og yngri A. Hún sigraði með 22,82 stig. Þessar ungu stúlkur hafa unnið öll þrjú mót vetrarins í sínum flokkum.
Síðust inn á svellið á laugardaginn var Eva Björg Halldórsdóttir í stúlknaflokki B. Hún sigraði sinn flokk með 32,33 stig.
Á sunnudaginn skýrðust svo línur svo um munaði. Mótið hófst um morguninn með keppni í 12 ára og yngri B. Þar áttum við tvo keppendur. Í 5 sæti var Anna Karen Einisdóttir með 21,51 stig og í 7.sæti var Bríet Berndsen Ingvadóttir með 21,15 stig.
Næst var komið að keppni í stúlknaflokki A. Marta María skilaði nær hnökralausu frjálsu prógrammi upp á 49,37 stig og bætti með því eigið met í frjálsa. Hún sigraði stúlknaflokkinn með 75,57 stigum. Í öðru sæti var Aldís Kara hún bætti sitt persónulegamet og hlaut samanlagt 69.84 og Ásdís Arna skautaði vel frjálsa prógrammið og skautaði sig úr fimmta sæti upp í það þriðja með 65,44 stig.
Þá var komið að unglingaflokknum. Elísabetu Ingibjörgu (Gugga)gekk mjög vel í frjálsa prógramminu, náði viðmiðum í landsliðið í frjálsa og hlaut hún samanlagt 83,04 stig og hafnaði í 5 sæti. Emilía Rós hélt uppteknum hætti, skautaði nær hnörkralaust frjálst prógramm og bætti stigametið í frjálsa, sem hún setti sjálf á Bikarmóti ÍSS í október, um tæplega tvö stig. Samanlagt fékk hún 102,31 stig sem er Íslandsmet og er hún fyrst íslenskra skautara til að rjúfa 100 stiga múrinn. Emilía Rós og Marta María voru í lok móts krýndar íslandsmeistarar í unglinga og stúlknaflokki.
Við óskum öllum stúlkunum, foreldrum og Ivetu Reitmayerovu þjálfara innilega til hamingju með árangur helgarinnar og vonum að allir hafi átt góða ferð heim.