Karfan er tóm.
Fyrirhugað er að hafa bikarmótið dagana 1, 3 og 6 desember.
Fyrstu leikirnir verða á mánudeginum á venjulegum tíma. Þau lið sem sigra halda áfram í næstu umferð ásamt uppbótarliði ef með þarf, en þar fer eftir fjölda liða sem tekur þátt. Önnur umferð verður leikinn á miðvikudeginum einnig á okkar venjulega tíma. Á laugardeginum verða fjögur lið eftir sem leika kl 18:00 og eftir það leika sigurliðin úr þeim viðureignum til úrslita en sá leikur byrjar væntanlega um kl 20:00. Á milli leikjanna á laugardeginum er ætlunin að vera með veitingar í boði deildarinnar og er vonast til að þeir liðsmenn sem hafa fallið úr keppni komi og horfi á úrslitaleikina til að skapa stemmingu. Tvö lið sem ekki hafa verið með okkur hingað til hafa boðað þátttöku en það eru útlendingarnir sem við köllum, sem eru skiptinemar í Háskólanum á Akureyri og hafa verið að æfa sig fyrir mótið undanfarið. Hitt liðið kemur frá starfsmönnum Húsbygg sem er að byggja verksmiðjuna fyrir Becromal í Krossanesi en þeir hafa æft tvisvar og koma galvaskir til leiks. Liðsstjórar eru beðnir að staðfesta þátttöku sem fyrst á hallgrimur@isl.is svo við getum farið að skipuleggja mótið.