Karfan er tóm.
Bikarmót Krulludeildar hefst miðvikudagskvöldið 21. nóvember. Skráningarfrestur er til hádegis sama dag.
Eins og venjulega er Bikarmótið spilað með útsláttarfyrirkomulagi. Miðað við að ekki verði fleiri en átta lið með í mótinu er áætlað að spila fyrstu umferðina miðvikudagskvöldið 21. nóvember, undanúrslitin miðvikudagskvöldið 5. desember og úrslitaleikinn mánudagskvöldið 10. desember. Leikirnir í átta liða og undanúrslitum verða 6 umferðir, en sjálfur úrslitaleikurinn verður 8 umferðir.
Tekið er við skráningum í mótið í gegnum skráningarsíðu - smellið hér til að skrá lið.
Bikarmótið hefur verið haldið árlega frá 2004 og er þetta því í níunda sinn sem það fer fram. Keppt er um bikar sem Garpar gáfu til minningar um