Karfan er tóm.
Undanúrslitin í Bikarmótinu fóru fram í gærkvöldi. Leikur Fífanna og Riddara snerist við í lokin en Riddarar höfðu náð 5-1 forystu eftir fjórar umferðir. Fífurnar skoruðu síðan þrjú stig í fimmtu umferðinni og tvö í þeirri síðustu og náðu þannig að vinna leikinn. Garpar komust í 4-0 á móti Skyttunum og þrátt fyrir góðar tilraunir náðu Skytturnar aðeins að minnka muninn í tvö stig - Garpar skoruðu svo í lokaumferðinni og sigruðu.
Úrslitin:
Fífurnar - Riddarar 6-5
Garpar - Skytturnar 5-2
Það verða því Fífurnar og Garpar sem leika til úrslita miðvikudagskvöldið 28. október. Næsta vika verður viðburðarík hjá Görpum því tveimur dögum fyrir úrslitin í Bikarmótinu leika þeir til úrslita á Akureyrarmótinu. Í þeim leik gefst Skyttunum færi á að hefna fyrir tapið í gærkvöldi.
Sjá leiki og úrslit í excel-skjali hér.
Fyrir úrslitaleik Bikarmótsins verður dregið um töfluröð í Gimli Cup (sjá aðra frétt).