Karfan er tóm.
Óhætt er að segja að Garpar hafi átt góðan dag á svellinu en Fífurnar ekki. Garpar tóku forystuna strax í upphafi, komust í 4-0 eftir tvær umferðir, 7-0 eftir þrjár umferðir og unnu að lokum leikinn 9-0. Varla er hægt að segja að leikurinn hafi nokkurn tímann orðið spennandi, Garpar náðu yfirhöndinni og juku forskotið jafnt og þétt. Garpar eru þar með bikarmeistarar í þriðja skiptið en þó er aðeins einn leikmaður í núverandi liði sem hefur átt þátt í öllum þremur titlunum, fyrirliðinn Hallgrímur Valsson.
Krulluvefurinn óskar liðunum til hamingju með árangurinn.
Öll úrslit er að finna í excel-skjali hér.