Karfan er tóm.
Undanúrslit Bikarmótsins fóru fram í kvöld. Fálkar og Riddarar áttust við og komust Fálkar í 5-0, Riddarar náðu að minnka muninn í eitt stig fyrir lokaumferðina en Fálkar náðu að skora í lokaumferðinni og tryggja sér sigur, 6-4. Hin viðureignin var á milli Garpa og Mammúta. Mammútar komust yfir í byrjun en Garpar svöruðu með því að vinna þrjár umferðir í röð og komast í 5-2. Mammútar minnkuðu muninn í 5-4 og reyndu hvað þeir gátu til að jafna eða komast yfir í lokaumferðinni en höfðu ekki erindi sem erfiði, Garpar skoruðu eitt stig og unnu leikinn, 6-4.
Það verða því Fálkar og Garpar sem eigast við í úrslitaleik Bikarmótsins sem fram fer mánudagskvöldið 13. desember.
Ætlunin var að leika einnig umferðir í Aðventumótinu í kvöld en ekki varð af því þar sem of fáir mættu. Næstu umferðir í Aðventumótinu verða hins vegar á mánudagskvöldið, 13. desember, á sama tíma og úrslitaleikur Bikarmótsins.