Karfan er tóm.
Leikur Bjarnarins og Ásynja í mfl. kvenna fór fram í Egilshöllinni fyrir nokkru, en við áttum eftir að birta tölfræðina úr leiknum hér á sasport. Dálítil töf hefur orðið á birtingu tölfræði og leikskýrslna á vef ÍHÍ að undanförnu vegna lokun skrifstofu.
Sá sem þetta ritar hvetur alla sem koma að framkvæmd hokkíleikja á Íslandi, hjá félögunum, hokkísambandinu og fjölmiðlum almennt til dáða við skráningu og ekki síður birtingu á tölfræði og fréttum af hokkíleikjum - og að sjálfsögðu einnig til að ástunda jafnrétti kynjanna í þessum efnum.
En hér eru tölurnar úr leik Bjarnarins og Ásynja, sem fram fór í Egilshöllinni laugardaginn 22. september. Upplýsingarnar eru teknar af vef ÍHÍ.
Björninn - Ásynjur 2-4 (0-3, 1-0, 1-1)
Skot á mark: 29-18
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 2/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 0/1
Hrund Thorlacius 0/1
Refsingar: 6 mínútur
Mörk/stoðsendingar Ásynjur:
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/1
Guðrún Blöndal 1/1
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/1
Linda Brá Sveinsdóttir 1/0
Refsingar: 8 mínútur
Stórleikur á Akureyri í næstu viku
Það styttist í næsta stórleik í meistaraflokki kvenna því
SA-liðin Ynjur og Ásynjur mætast í Skautahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 9. október kl. 19.30. Aðeins vika þangað til og
óhætt að lofa skemmtilegum leik eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Hlakkið til - og mætið!
Úr leik Ásynja og Bjarnarins á Akureyri 3. september 2011. Mynd: Elvar Freyr Pálsson.