Karfan er tóm.
Lið Bjarnarins náði SA að stigum í deildarkeppni kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí. Björninn skoraði sigurmarkið á lokasekúndu annars leikhluta, einum leikmanni færri.
Þó svo mörkin yrðu ekki jafnmörg í seinni leik gærkvöldsins, þegar SA og Björninn mættust í mfl. kvenna, var hann ekki síður spennandi en sá fyrri. Tölfræðin segir sitt, en lið vinnur ekki leiki á fjölda markskota heldur skoraðra marka. Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir stóð í marki Bjarnarins og varði 35 skot.
SA komst yfir strax í byrjun með marki Védísar Valdemarsdóttur, en Björninn jafnaði skömmu síðar. Seint í fyrsta leikhluta kom Eva María Karvelsdóttir SA í 2-1. Björninn jafnaði leikinn í öðrum leikhluta og náði forystunni á lokasekúndu annars leikhluta, einum leikmanni færri. Markið skoraði lánsleikmaður SA, Guðrún Blöndal.
Þar við sat, þrátt fyrir margar góðar tilraunir tókst hvorugu liðinu að skora í þriðja leikhlutanum og Björninn fór því með öll þrjú stigin heim í jólafrí.
Úrslitin: SA - Björninn 2-3 (2-1, 0-2, 0-0).
Mörk/stoðsendingar
SA
Eva María Karvelsdóttir 1/0
Védís Valdemarsdóttir 1/0
Katrín Ryan 0/1
Ragnhildur Helga Kjartansdóttir 0/1
Refsimínútur: 2
Varin skot: 10
Björninn
Alda Kravec 1/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/0
Guðrún Blöndal 1/0
Refsimínútur: 8
Varin skot: 35
Með sigrinum í gær komst Björninn upp að hlið SA með 18 stig eftir 8 leiki.
Næsti leikur SA verður gegn SR í Laugardalnum laugardaginn 4. janúar. Næsti heimaleikur SA er ekki fyrr en 8. febrúar þegar lið Bjarnarins kemur aftur í heimsókn.
Atvikalýsing (ÍHÍ)