Karfan er tóm.
En svo bregðast krosstré sem önnur, Bjarnarmenn mættu klárir í slaginn og slógu andstæðinga sína út af laginu strax í upphafi leiks og unnu fyrstu lotuna 6 – 0 og gerðu þar með út um leikinn. Skautafélag Reykjavíkur er þá komið snemma í sumarfrí þetta árið, en SA og Björninn mætast í úrslitum í fyrsta skiptið síðan 2001. Það er gaman að segja frá því að í Birninum er enginn leikmaður úr 2001 liðinu nema Sergei Zak en hann er nú þjálfari.
Hjá SA eru hins vegar nokkrir leikmenn sem tóku þátt í úrslitarimmunni 2001 en það eru þeir Stefán Hrafnsson, Jón Gíslason, Sigurður Sigurðsson, Rúnar Rúnarsson, Ingvar Þór Jónsson og Björn Már Jakobsson. Þetta segir allt sem segja þarf um aldursmuninn á liðunum. SA teflir fram elsta liðinu í deildinni á meðan Björninn teflir fram því yngsta.
SA hefur spilað til úrslita öll þau 18 ár sem keppt hefur verið í Íslandsmóti þriggja liða, en þetta er í fjórða skiptið sem Björninn kemst í úrslit, í fyrri skiptin var það 1995, 1997 og 2001. Árið 1998 tefldu sunnanliðin fram sameiginlegu liði, en það tímabil var stutt vegna byggingu skautahallarinnar í Laugadalnum.
Úrslitin hefjast hér á Akureyri n.k. fimmtudag og verða fyrstu tveir leikirnir spilaðir hér, þ.e. á fimmtudag og föstudag. Þriðji leikurinn fer svo fram á sunnudag í Reykjavík, og ef til þess kemur fer sá fjórði fram á mánudeginum í Reykjavík og sá fimmti og síðasti á miðvikudag á Akureyri.