Bræður hljóta viðurkenningar

Jón, Gísli og Jens.
Jón, Gísli og Jens.

Á dögunum veitti félagið viðurkenningar til íþróttamanna sem þóttu hafa skarað framúr á árinu 2010, líkt og venjan er við lok árs.  Sú skemmtilega staða kom upp að það voru bræður sem hlutu viðurkenningu, annars vegar Jón Gíslason fyrir íshokkí og hins vegar Jens Gíslason fyrir krullu. 


Jens hefur látið að sér kveða í krullunni undanfarin ár en hann spilaði íshokkí upp alla yngri flokka og upp í meistaraflokk hér á árum áður, sjálfsagt í kringum 1995.  Faðir þeirra Gísli Kristinsson hefur verið í fararbroddi í krullunni frá upphafi en hann var fyrsti formaður krulludeildarinnar sem stofnuð var á aðalfundi Skautafélagsins árið 1996.  Hann var jafnframt valinn krullumaður ársins árið 2004.

 

Á meðfylgjandi mynd, sem Ásgrímur Ágústsson tók, má sjá þá feðga þegar bræðurnir tóku á móti sínum viðurkenningum milli jóla og nýárs.