Dásamlegur desember í Skautahöllinni

Desember er með líflegri mánuðum í Skautahöllinni en aðsókn á almenningstímana var með besta móti í ár. Um 2000 gestir komu á almenningstímana í mánuðinum sem er að öllu jöfnu vel sóttur enda fastur liður í mörgum fjölskyldum að fara á skauta yfir hátíðirnar. Heildarfjöldi gesta á opna almenningstíma það sem af er tímabili er nú komin yfir 5000 gesti þegar skautatímabilið er hálfnað en það er með mesta móti frá því að Skautahöllin var opnum fyrir 25 árum. Fjöldinn allur af skólum og fyrirtækjum leigja allt svellið utan almenningstíma þar að auki og halda þar sín Litlu-jól.

Góð aðsókn á opna tíma er ekki það eina sem ber á góma í Skautahöllinni í desember en margir skemmtilegir viðburðir eru haldnir á vegum deilda Skautafélagsins sem trekkja að mikinn fjölda fólks. Jólasýning listskautadeildar sem er einn stærsti viðburður ársins hjá deildinni en sýningin í ár var endurgerð af H.C Andersen ævintýrinu Snædrottningin og var einkar glæsileg og vel sótt. Jólaleikirnir í Toppdeildum kvenna og karla í íshokkí eru alltaf vinsælir og vel sóttir og jólaball deildarinnar er fastur liður í aðventunni hjá yngstu kynslóðinni. Krulludeildin heldur sitt árlega áramótamót milli jóla og nýárs en það er með vinsælli viðburður deildarinnar því mótið er opið mót og má iðulega sjá skemmtilega búninga og skrautlega takta. Æfingabúðir U20 landsliðs drengja var haldið í Skautahöllinni í mánuðinum en það var lokaundirbúningur liðsins fyrir heimsmeistaramót sem hefst í næstu viku í Serbíu. Að öðru leiti eru allir æfingatímar þétt setnir eins og aðra daga ársins þar sem um 500 iðkendur og aðrir gestir nota ísinn á degi hverjum og heildarfjöldi heimsókna í höllina fer yfir 2000 manns um helgar. Yfir allra heilögustu daganna í mánuðinum þegar hátíðarbragur er á starfsmannahaldi þá hafa gamlir velunnarar félagsins notið þess að geta nýtt ísinn í sjálfsmennsku fyrir sitt fólk og má því segja að ísinn sé því í notkun nánast hverja einustu stund í þessum dásamlega mánuði í Skautahöllinni.