Ein klára klár

Skautafólk sem man eftir útisvellunum eiga misjafnlega góðar minningar frá því að þurfa að byrja æfingarnar á því að hreinsa svellið af snjó. Oftar en ekki voru verkfærin verklegar sköfur sem kallaðar voru klárur. Þótti þetta afbragðs upphitun og hreystiæfing, að skauta fram og til baka og ýta klárunni á undan sér. Eftir að Skautahöllin var byggð hurfu þessar klárur af sjónarsviðinu og hafa síðan aðeins verið til í munnmælasögum eldri skautara. Nú hefur hins vegar orðið bót á því Örn Indriðason, hagleikssmiður og fyrrum íshokkíleikmaður og skautahlaupari, smíðaði eina nýja kláru og færði okkur að gjöf og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Klára þessi verður þó ekki tekin til brúks heldur verður hún til sýnis og sagna í nýju félagsaðsöðunni okkar.