25.09.2010
Íslendingar unnu Slóvaka í æsispennandi leik á Evrópumótinu í dag, 6-5.
Íslendingar unnu sinn annan sigur í C-flokki Evrópumótsins í krullu í dag þegar þeir lögðu Slóvaka, 6-5, í æsispennandi leik. Liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu.
Slóvakar byrjuðu heldur betur í leiknum í dag en Íslendingar náðu að halda í við þá, lentu þó undir 4-6 eftir sjöundu umferðina. Þá snérist lukkan okkar mönnum í hag og þeir skoruðu 2 stig í áttundu umferð og tvö í þeirri níundu, náðu semsagt tveggja stiga forskoti 6-4 fyrir lokaumferðina. Slóvakar reyndu hvað þeir gátu til að skora tvö eða fleiri stig í lokaumferðinni en Íslendinum tókst að verjast vel. Með lokasteini sínum í leiknum gerðu Slóvakar tilraun til að skjóta út steini Íslendinga og munaði minnstu að þeim tækist þannig að ná tveimur stigum. Þegar upp var staðið skoruðu Slóvakar aðeins eitt stig í lokaumferðinni og úrslitin því 6-5 fyrir Ísland.
Íslenska liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu og eru taplausir, eins og lið Hvít-Rússa sem hefur sigrað lið Litháen og Lúxemborgar.
Næsti leikur íslenska liðsins hefst klukkan 19.00 að staðartíma í Skotlandi (20.00 að íslenskum tíma) og leika þeir þá gegn Tyrkjum.