Karfan er tóm.
Norðmenn stálu senunni þegar keppnin í krullu hófst á Ólympíuleikunum. Norska liðið mætti í æpandi köflóttum buxum (sjá mynd) en hingað til hefur það nánast verið hefð að krullufólk spili í svörtum buxum (ef frá eru skilin íslensk lið sem hafa haldið utan til keppni). Buxur Norðmannanna eru frá sama fyrirtæki og til dæmis sér golfaranum John Daly fyrir hans skrautlega klæðnaði.
Í frétt á Ólympíuvefnum kemur fram í samtali við Thomas Ulsrud, fyrirliða norska liðsins, að fjallað hafi verið um buxurnar þeirra á forsíðu stærsta dagblaðs Noregs og m.a. sagt frá því að hugsanlega myndi Haraldur Noregskonungur mæta á lokaleik Norðmanna í undankeppninni, gegn Bretum. Aðspurður kvaðst kóngurinn alveg vera til í að klæðast svona buxum eins og landar hans og Ulsrud kvað lítið vandamál að gefa honum einar buxur.
Nánast um leið og Norðmennirnir sáust fyrst í þessum buxum varð til aðdáendasíða á Facebook og hafa yfir 350.000 manns skráð sig þar sem aðdáendur.