Fjórar frá SA til Króatíu og Póllands


Í morgun lögðu fjórar stúlkur úr Skautafélagi Akureyrar sem eru í landsliði ÍSS af stað í keppnisferðalag til Króatíu og Póllands. Þetta eru þær Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, Sara Júlía Baldvinsdóttir og Emilía Rós Ómarsdóttir.

 
Dagurinn í dag fór í ferðalög því fyrst flugu þær til Reykjavíkur, síðan til Kaupmannahafnar og til Vínar, þar sem tók við akstur til Zagreb í Króatíu.

Stúlkurnar taka þátt í listskautamóti í Króatíu, ISU Mladost Trophy.

Keppnisflokkar og tímasetningar (íslenskur tími):
Basic Novice A
Emilía Rós, fimmtudagur 21. mars kl. 17.20, nr. 7 í keppnisröð

Advanced Novice
Elísabet Ingibjörg og Sara Júlía
Stutta prógrammið föstudaginn 22. mars kl. 14.45
Frjálsa prógrammið laugardaginn 23. mars kl. 9.30.

Junior
Hrafnhildur Ósk
Stutta prógrammið laugardaginn 23. mars kl. 14.10
Frjálsa prógrammið sunnudaginn 24. mars kl. 9.45

Eftir mótið í Króatíu halda þær til Cieszyn í Póllandi þar sem þær taka þátt í ISU World Developement Trophy. Þetta eru æfingabúðir sem lýkur með keppni laugardaginn 30. mars og er þá aðeins tekið frjálsa prógrammið.