15.02.2011
Miðvikudaginn 16 febrúar verður flöskusöfnun hjá 3-7 flokk og byrjendum. Mæting er 16:45-17:30 inn í skautahöll þar sem þið skráið ykkur og fáið götur til að fara í. Mjög mikilvægt að mæta inn í höll til að skrá sig ! Söfnuninni lýkur svo kl. 19:30 og þið skilið því sem safnast hefur upp í endurvinnslu. Hægt er að skila upp í endurvinnslu frá kl. 19:00 Athugið að skrá ykkur þegar þið komið með pokana þangað, þannig að við vitum þegar allir hafa skilað sér. Við verðum að telja upp í endurvinnslu eins lengi og þarf en miðum við að allir verði búnir að skila af sér fyrir kl 20:00 Allir sem taka þátt eiga að vera í hokkítreyjunum sínum, þannig að það fari ekki milli mála að þið eruð að safna fyrir Hokkídeild S.A. Getum lánað hokkítreyjur en endilega komið í einhverju merktu skautafélaginu.Foreldrafélag Hokkídeildar SA-