Karfan er tóm.
Tilkynning frá Foreldrafélagi
Vegna Haust – og Bikarmóts, helgina 23.-25. nóv n.k. vantar okkur sjálfboðaliða í bakstur, kaffisölu og/eða bangsasölu. Á svona stóru móti finnst okkur betra að fá fleiri til að standa í styttri tíma en færri sem þurfa að standa lengi.
Þeir sem eiga krakka sem keppa þessa helgi eru sérstaklega beðnir um að sýna dug enda er ótrúlega skemmtilegt að hafa hlutverk á mótinu.
Vaktir í boði laugardaginn 24. nóv :
8.30-11.00;
11.00-13.30
13.30-16.
Sunnudaginn 25. nóv:
7.30-10
10-12.30.
Viltu frekar baka ? Kleinur? Pönnukökur? Skúffuköku? Skinkuhorn? (annað?)
Þeir sem vilja bæði baka og taka vakt er það velkomið!!!
Hringið í síma Rósa S. 461-4786/ 864-0186 og berjist um verkefnin.
Margar hendur vinna létt verk
Kv. Foreldrafélagið.